Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
s. 460 6440
almv@almv.is

Sérhæfðar fjárfestingar

Sérhæfðir sjóðir

Sérhæfðir sjóðir eru eingöngu ætlaðir fagfjárfestum, enda er fjárfest í flóknari afurðum, upplýsingagjöf takmörkuð og innlausnarskylda ekki sambærileg við hefðbundna sjóði sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Í lögum eru ekki settar neinar kvaðir um efni fjárfestingarstefnu sérhæfðra sjóða og geta fjárfestingarstefnur slíkra sjóða því verið mjög mismunandi og spannað þannig allt frá einni einstakri fjárfestingu upp í dreifðari eignasöfn. Um sérhæfða sjóði gilda lög nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.