Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
s. 460 6440
almv@almv.is

Sérhæfðar fjárfestingar

Sérhæfðir sjóðir

Sérhæfðir sjóðir eru eingöngu ætlaðir fagfjárfestum, enda er fjárfest í flóknari afurðum, upplýsingagjöf takmörkuð og innlausnarskylda ekki sambærileg við hefðbundna sjóði sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Í lögum eru ekki settar neinar kvaðir um efni fjárfestingarstefnu sérhæfðra sjóða og geta fjárfestingarstefnur slíkra sjóða því verið mjög mismunandi og spannað þannig allt frá einni einstakri fjárfestingu upp í dreifðari eignasöfn. Um sérhæfða sjóði gilda lög nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

ALM Brú – Sérhæfður sjóður

Opinn sérhæfður sjóður sem fjárfestir í óskráðum skuldabréfum og lánasamningum. Tegundir fjárfestinga m.a.: brúarfjármögnun með veði í fasteign og lóðum, rekstrarlán til fyrirtækja og veðskuldabréf með veði í bifreiðum, vélum og tækjum.

ALM Fjármögnun – Sérhæfður sjóður

ALM Fjármögnun ehf. var stofnaður í október 2016 í tengslum við kaup á lánasafni í eigu Hildu (dótturfélags Seðlabanka Íslands). Lánasafnið samanstóð af 220 skuldabréfum að nafnverði um kr. 2,9 milljörðum.

Kjölfesta – sérhæfður sjóður

Kjölfesta slhf. er félag í eigu 14 fagfjárfesta þar af 12 lífeyrissjóða. Tilgangur Kjölfestu er að fjárfesta í stærri og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi og styðja þannig við sókn og framþróun íslensks atvinnulífs. Sjóðurinn hefur lokið
fjárfestingatímabili sínu.

Fjárfestingafélag atvinnulífsins – sérhæfður sjóður

Fjárfestingafélag atvinnulífsins (FA) var stofnað 2015 í samstarfi við lífeyrissjóði. FA er fjármagnað af lífeyrissjóðum en ALM er rekstraraðili félagsins. Tilgangur FA er að fjölga fjármögnunarleiðum fyrirtækja sem teljast lítil og meðalstór.

Hafðu samband ef þú óskar eftir frekari upplýsingum eða þjónustu ALM.