Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
s. 460 6440
almv@almv.is

Fjármögnun og Ráðgjöf

Fjármögnun

ALM sér um að útvega fyrirtækjum hagstæða fjármögnun í gegnum sjóði ALM og í samstarfi við systurfélög ALM, lífeyrissjóði og fjármálastofnanir.

Fasteignafjármögnun

Skuldabréfalán til allt að 30 ára þar sem útgefandi veðskuldabréfs er íslenskt fyrirtæki. Um er að ræða fjármögnun á atvinnuhúsnæði, krafa er um að húsnæði sé í útleigu eða að fyrirtækið hafi reglulega starfsemi í húsnæðinu.

Veltufjármögnun og styttri fjármögnun fyrirtækja

Hægt er að fá aðgang að rekstrarfjármögnun án skuldsetningar með því að selja viðskiptakröfur til A Faktoring ehf. Þannig geta fyrirtæki fjármagnað sveiflur í rekstri eða staðgreitt vöruinnkaup. Í gegnum nýjan sjóð ALM Brú verður í boði lánafyrirgreiðsla til fyrirtækja með veði í birgðum, viðskiptakröfum og rekstri fyrirtækis.

Brúarfjármögnun

Brúarfjármögnun er styttri fjármögnun á bilinu 3 – 24 mánaða. Gerð er krafa um veð, tryggingar eða gott lánshæfi fyrirtækis. Dæmi um brúarfjármögnunarverkefni er millifjármögnun fasteigna fram að langtímafjármögnun, fasteignaverkefni þar sem verið er að klára fasteign, kaupsamningsgreiðslur, innflutningur tækja og véla, og kaup fyrirtækja.

Véla- og tækjafjármögnun

ALÍSA hf. býður sérhæfða fjármögnunarþjónustu vegna kaupa á ýmiskonar búnaði til atvinnurekstrar eða afþreyingar, allt frá bifreiðum og vinnuvélum til sérhæfðra tækja og annars vélbúnaðar. Fjármögnun til allt að 84 mánaða.

Ráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf ALM veitir fyrirtækjum og fjárfestum sjálfstæða ráðgjöf varðandi kaup, sölu og samruna fyrirtækja og rekstrareininga.

Kaup og sala fyrirtækja

ALM veitir óháða ráðgjöf varðandi kaup og sölu fyrirtækja.  Verkefnin felast í áreiðanleikakönnun á fyrirtæki eða rekstrareiningu, óháðu verðmati, umsjón með samningaviðræðum og lúkningu viðskipta.

Verðmat fyrirtækja og fasteigna

Mat á rekstrarvirði fyrirtækja, verðmat á fasteignum út frá leigusamningum, sérhæft verðmat á flóknum eignasöfnum, afleiðum og skuldabréfum.

Hafðu samband ef þú óskar eftir frekari upplýsingum eða þjónustu ALM.