Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
s. 460 6440
almv@almv.is

Lárus Sigurðsson

Fyrirtækjaráðgjöf

Lárus hefur mikla reynslu úr fjármálageiranum. Hann hóf störf hjá SPRON 1985.  Lárus var meðal annars forstöðumaður innri þjónustu SPRON, forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu og síðan svæðisstjóri þriggja útibúa SPRON. Frá 2009 var hann síðan útibússtjóri fyrirtækjaútibús MP banka.

Lárus hefur mikla reynslu af fjármögnun fyrirtækja og hefur unnið með fjölda fyrirtækja að endurfjármögnun bæði rekstrar og fasteigna, að auki hefur Lárus mjög góða innsýn inn í rekstur smærri og meðalstórra fyrirtækja.  Lárus tók á sínum tíma þátt í mótun fyrirtækjaþjónustu SPRON og síðar MP banka.

Lárus lauk AMP námi 2006 frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona og að auki Rekstrar- og viðskiptanámi (Business Administration) frá EHÍ 1999.