Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
s. 460 6440
almv@almv.is

Hjörtur H. Jónsson

Eignastýring og áhættugreining

Að loknu námi hóf Hjörtur starfsferil sinn hjá Háskólanum á Akureyri, þar sem hann í þrjú ár gegndi stöðu lektors við Sjávarútvegsdeild.

Frá Háskólanum á Akureyri lá leiðin til Íslenskrar erfðagreiningar þar sem hann starfaði á sjötta ár, lengst af sem hópstjóri efnaskiptasjúkdóma í tölfræðideild Íslenskrar Erfðagreiningar.

Hjörtur gekk til liðs við Gjaldeyris- og afleiðumiðlun Landsbankans snemma árs 2004 þar sem hann vann að uppbyggingu og styrkingu ráðgjafar og afleiðumiðlunar bankans til fyrirtækja og fjárfesta, en frá 2006 til 2008 starfaði Hjörtur við útibú Landsbankans í London, þar sem hann stýrði uppbyggingu afleiðumiðlunar og markaðsviðskipta Landsbankans fyrir alþjóðlega viðskiptavini bankans.

Hjörtur hefur í störfum sínum á fjármálamarkaði öðlast reynslu og þekkingu á flestum kimum fjárfestingabankastarfsemi, allt frá miðlun og bókun viðskipta til stýringar afleiðubóka, áhættu- og eignastýringar og samstarfs við opinbera eftirlitsaðila á Íslandi og í Bretlandi.
            
Hjörtur lauk BSc gráðu í kennilegri eðlisfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í öreindafræði frá Háskólanum í Karlsruhe. Hann hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum skv. lögum um fjármálafyrirtæki á Íslandi og prófi í fjármálaregluverki skv. reglum breska Fjármálaeftirlitsins (FSA).