Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
s. 460 6440
almv@almv.is

Eignastýring

Eignastýring ALM byggir á grunngildum fyrirtækisins um óhæði, sjálfstæði og gagnsæi en ALM rekur ekki eigin miðlun og stundar ekki eigin viðskipti. Starfsmenn búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af innlendum og erlendum mörkuðum og öllum eignaflokkum og tegundum fjármálagerninga með sérstakri áherslu á fjárfestingar tengdum fjármögnun.

Sérhæfðir sjóðir

ALM hefur heimild Seðlabanka Íslands til reksturs sérhæfðra sjóða en í stýringu hjá ALM eru sérhæfðir
skuldabréfa-, hlutabréfa og skammtímasjóðir.

Sérgreind söfn

ALM hefur mikla reynslu af stýringu sérgreindra safna fyrir fagfjárfesta. ALM leggur áherslu á sveigjanlegt
fyrirkomulag við stýringu sérgreindra safna þar sem fyrirkomulag fjárfestingaákvarðana, eignaumsýslu og vörslu er ákvarðað í nánu samráði við viðskiptavini.

Fjárfestinga- og áhætturáðgjöf

ALM tekur að sér greiningu og ráðgjöf í tengslum við einstaka fjárfestingakosti yfir í mótun fjárfestingastefnu. ALM býr einnig yfir mikilli reynslu af áhættugreiningu, bæði tengda einstökum fjármálagjörningum og eignasöfnum í heild.

Hafðu samband ef þú óskar eftir frekari upplýsingum eða þjónustu ALM.