Ísak S. Hauksson
FyrirtækjaráðgjöfÍsak hefur langa reynslu úr fjármálageiranum. Ísak hóf störf hjá Landsbankanum árið 1998. Þar vann hann m.a. að gjaldmiðlastýringu fyrirtækja og lífeyrissjóða og ráðgjöf varðandi markaðsáhættu. Síðustu árin hjá Landsbankanum starfaði hann á Verðbréfasviði og hafði umsjón með eignastýringu og ráðgjöf tengda gjaldeyri, vöxtum, hrávörum og öðrum óhefðbundnum eignaflokkum.
Áður en Ísak hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann við rannsóknir í eðlisfræði hjá Raunvísindastofnun Háskólans, við Heriot-Watt Háskóla í Edinborg og við Kyoto Háskóla í Japan. Hann er höfundur eða meðhöfundur á yfir 30 ritrýndum vísindatímaritum í hagnýtri eðlisfræði.
Ísak hefur mikla reynslu af eigna- og skuldastýringu og áhættustýringu. Ísak hefur unnið með mörgum fyrirtækjum við innleiðingu á áhættustýringarstefnu og notkun afleiðna við áhættustýringu. Ísak leiddi uppbyggingu á eignastýringu óhefðbundinna eignaflokka hjá Landsbankanum. Ísak hefur í gegnum tíðina veitt mörgum fyrirtækjum og lífeyrissjóðum ráðgjöf varðandi þróun og horfur á gjaldeyris- og vaxtamörkuðum.
Ísak er með B.Sc. í eðlisfræði frá Háskóla Íslands (1989), og doktorspróf frá Heriot-Watt Háskóla, Edinborg (1996). Hann hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum skv. lögum um fjármálafyrirtæki .